Bjarnveig Birta Bjarnadóttir

Bjarnveig Birta, sem er alltaf kölluð Birta, er 33 ára og starfar sem rekstrarstjóri hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop. Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Birta ólst upp í Breiðholti, útskrifaðist með stúdentspróf úr Kvennaskólanum árið 2012 en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum 2, 5 og 6 ára.

Birta gefur kost á sér í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks (UJ) sem fer fram 12.-13. desember. Forprófkjörið er prófkjör þar sem að félagar Hallveigar, ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, munu kjósa tvo einstaklinga sem verða fulltrúar ungs fólks í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026.

A woman with long blonde hair, wearing a beige coat and black winter gloves with white snowflake patterns, standing outdoors on a paved path with grass and trees in the background.

Áherslumál

Betri rekstur
borgarinnar

Stjórnsýslan í borginni virðist farin að ganga framar sjálfri þjónustunni. Við verðum að búa til kvika borg sem virkar fyrir Reykjavíkurbúa.

Borgin á að auðvelda Reykjavíkurbúum daglega lífið og að leysa þær áskoranir sem skipta fólk raunverulegu máli. Það skortir ekki fjármagn hjá borginni en það þarf að forgangsraða betur.

Fjölgum leikskóla-kennurum

Starf leikskólakennara á að vera skemmtilegasta starf í heimi, löðum fólk að leikskólakennarastarfinu.

Við þurfum að taka róttæk skref strax til að betrumbæta starfsaðstæður leikskólakennara á höfuðborgasvæðinu, sýnum að við getum brugðist hratt við.

Byggjum hraðar
& meira

Við þurfum að hraða húsnæðisuppbyggingu, ráðast strax í að skipuleggja stærri uppbyggingarsvæði svo hægt sé að byggja meira, hraðar og á hagkvæmari hátt.

Það er alveg hægt að halda áfram eðlilegri þéttingu byggðar á sama tíma og við brjótum nýtt land.

A woman with blonde hair smiling outdoors in front of a storefront with blurred windows.

Viltu vera í sjálfboðaliðinu?

Við erum alltaf að leita af sjálfboðaliðum. Endilega skráðu þig hér til að leggja framboðinu lið.